Sagnafólkið okkar

Sagnafólkið okkar er úr öllum áttum, með ólíkan bakgrunn, áhugamál, menntun og þekkingu. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa ánægju af því að taka á móti gestum, segja sögur og fræða alla um leyndardóma Snæfellsness.

Hér má sjá stuttar kynningar á sagnafólkinu okkar. Þar er hægt að hafa samband einstaka manneskju til að mæla sér mót en svo er einnig hægt að hafa beint samband við Sagnaseið og senda inn almenna fyrirspurn og fá þannig samband við allan hópinn.


Anna Sigríður Melsted – Svæðislóðs og Sögufylgja

Anna er búsett í Stykkishólmi með fjölskyldu sinni og rekur eigið fyrirtæki. Hún hefur mestan áhuga á sögu og menningu Stykkishólms og Snæfellsness í heild. Sérstaklega fjallar hún um þjóðfræði, sögu, jarðfræði og list sem tengist svæðinu. Einnig miðlar hún einnig persónusögum úr lífi sínu og stórfjölskyldunnar.


Dagbjört Dúna Rúnardóttir – Sögufylgja og Sagnaþurlur

Dagbjört er tveggja barna móðir og Sögufylgja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún tekur á móti gestum víða á sunnanverðunni. Hún hefur mikinn áhuga á þjóðsögum, þjóðtrú, nátúru, handavinnu og þjóðlegu handverki.


Lúðvík Karlsson/ Liston – Sagnaþulur

Lúðvík, sem einnig gengur undir nafninu Liston, er aðþýðulistamaður sem tekur á móti gestum á vinnustofu sinni í Grundarfirði. Hann þekkir vel til sögu Grundarfjarðar ásamt því sem hann segir frá daglegu lífi listamanns og vinnu sinni hverju sinni.


Olga Sædís Aðalsteinsdóttir – Svæðislóðs, Sögufylgja og Sagnaþulur

Olga er búsett í Grundarfirði en tekur á móti gestum bæði þar og víðsvegar á Snæfellsnesi öllu. Hún talar gjarnan um atvinnu-uppbyggingu og samspil ólíkra atvinnugreina, einkum hefur hún kynnt sér samband sjávarútvegar og ferðaþjónustu. Hún er mikil náttúrumanneskja, hefur gaman af náttúrutúlkun og að lesa í landið, bæði gamlar sögur annara Íslendinga, en einnig eigin sögur og sögur fjölskyldu sinnar.


Ragnhildur Sigurðardóttir – Svæðislóðs og Sögufylgja

Ragnhildur er umhverfisfræðingur og býr á sauðfjárbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún tekur á móti gestum á öllu Snæfellsnesi. Hún les sögur úr landslaginu og hefur ánægju af því að segja frá lífi og starfi fólks á Snæfellsnesi að fornu og nýju, frá landbúnaði og öðrum atvinnugreinum, umhverfismálum, jarðfræði og tilverunni almennt


Þóra Sif Kópsdóttir – Svæðislóðs, Sögufylgja og Sagnaþulur

Þóra er sauðfjárbóndi sem tekur gjarnan á móti gestum í fjárhúsin til sín. Hún fer svo einnig um allt nesið og hittir fólk á öðrum stöðum. Hennar áhugi liggur í Íslendingasögunum, Íslandssögu, ævintýrum, handverki, búskap, víkingamenningu og nútímasögum.


Þórunn Hilma Svavarsdóttir – Svæðislóðs, Sögufylgja og Sagnaþulur

Þórunn er kennari og bóndi í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún tekur á móti gestum bæði á sunnanverðu og norðanverðu nesinu. Hennar áhugasvið í sögufylgd er að lesa í landið hverju sinni, bústörf, þjóðtrú, skólamál og munur á búsetu í sveit eða borg á Íslandi.