Um Sagnaseið

Langar þig að vita meira um leyndardóma Snæfellsness?

Sagnaseiður á Snæfellsnesi er áhugamannafélag um sagnahefðir á Snæfellsnesi.

Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sagnaarfi Snæfellsnes með fjölbreyttum hætti. Allir sem hafa áhuga á því geta gegnið í félagið.

Sumir félagsmenn á Snæfellsnesi haf þróað gestamóttöku með söguívafi undir merkjum félagsins. Þeir taka vel á móti gestum og bjóða uppá samtal um leyndardóma Snæfellsness í formi Sögufylgdar.

Hægt er að sækja Sagnaþuli heim, fara með sögufylgju í göngu á ólík svæði eða fá Svæðislóðs með sér í för um allt Snæfellsnes. Hvert stefnumót er lagað eftir stað, stund og áhugasviði.

Hafðu samband og gaktu í félagið eða mæltu þér mót
við sagnafólkið okkar.
Við hlökkum til að taka á móti öllum á Snæfellsnesi!

snaefellsnes@peopleoficeland.is

Komdu með í Sögufylgd á Snæfellsnesi