Starfsloforð

Velkomin í Sagnaseið á Snæfellsnesi.

Við vonum að þú njótir heimsóknarinnar á Snæfellsnes og samverustundarinnar með okkur.

Við sem vinnum undir merkjum Sagnaseiðs á Snæfellsnesi höfum sett saman fagleg viðmið sem við vinnum eftir og óskum eftir stuðningi þínum við að framfylgja þeim.

Við höfum heitið því að starfa af ábyrgð og tillitsemi gagnvart samfélaginu og umhverfinu með úrbætur og jákvæð áhrif að leiðarljósi.

Við tökum á móti gestum okkar með gleði og alúð og leggjum okkur fram um að auðga upplifun ykkar hérna á Snæfellsnesi.

Einnig leggjum við okkur fram við að sýna ábyrgð og sanngirni í viðskiptaháttum svo allir geti unað sáttir við sitt.

Gestir okkar hafa lýst ánægju með þessar starfsreglur og vonandi bætist þú í þann hóp.

Sagnaseiður á Snæfellsnesi
Stofnað 2015

Ábyrgð – tillitsemi – sanngirni