Mæltu þér mót við sagnafólk á Snæfellsnesi

Published by PeopleofIceland on

Heimamenn á Snæfellsnesi taka vel á móti gestum og bjóða uppá samtal um leyndardóma Snæfellsness.

Sagnaþulir, sögufylgjur og svæðislóðsar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, áhugamál og þekkingu.

Hægt er að sækja Sagnaþurli heim, fara með sögufylgju í göngu á ólík svæði eða fá Svæðislóðs með sér í för um allt Snæfellsnes. Sagnafólkið okkar lagar hvert stefnumót eftir stað, stund og áhugasviði.

Þau eru tilbúin að hitta einstaklinga jafnt og hópa, eiga samtal við gesti og bjóða alla hjartanlega velkomna á Snæfellsnes!